miðvikudagur, júní 30, 2004

The most beautiful baby in the world.......;)

.... kom í heiminn þann 18.júní kl.20:47, 53 cm og 3930 gr.(16 merkur).
Allt gekk vel þó svo að endað hafi verið í keisara en stúlkan með tíu tær og tíu fingur og allt eins og það verður best á kosið;)
Við komum heim þegar prinsessan var 5 daga gömul og var þá allt klárt heima við .. Pabbinn búinn að kalla út crew og staðið var og þrifið og straujað og allt gert klárt þegar dömurnar komu heim...
Allt hefur gengið bara eins og sögu, prinsessan sefur bara og borðar til skiptist enda hefur hún stækkað helling á þessum tæpu tveimur vikum .. Erum að vinna í því að setja inn myndir og vonandi koma þær sem fyrst ..

kv.
The mother!!

þriðjudagur, júní 08, 2004

12 DAGAR!!!

Jæja þá styttist í daginn...Fólk er farið að hringja óþreyjufullt og spurja hvort að ekki sé kominn nýr meðlimur í fjölskylduna á Njálsgötu 48... Það virðast allir hafa trú á því að barnið komi í heiminn fyrir tíma.. Þá yrði það nú týpískt að maður mundi ganga fram yfir tímann..
Við erum nú eitthvað að reyna að settlast á nafn en það gengur nú svona upp og ofan þar sem við hjónin erum nú ekki alveg alltaf sammála.. En það hlýtur að koma á endanum..
Amman er komin suður og komin í startholurnar kom með sóthreinsaðar og vakúmpakkaðar samfellur... og er það orðið nokkuð ljóst að þennan krakka á ekki eftir að vanta spjarirnar utan á sig .. það verður bara farið einu sinni í hverja flík ef að við eigum að geta brúkað þær allar..

jæja þá er að skella sér í prjónabúð til að hafa eitthvað að gera meðan beðið er eftir prinsinum/prinsessunni;)

sandra

fimmtudagur, júní 03, 2004

Blessuð sólin elskar allt allt með kossi vekur.....

Yndislegur dagur í Reykjavíkinni í dag.. sólin skein..reyndar smá rigning í Mosó en það er nátturulega uppí sveit.... við hjónin fórum í pílagrímsferð uppá Skaga til að kanna aðstæður fyrir fæðinguna. Ákveðið hefur verið að eiga pjakkinn á Skaganum, þar hefur nýverið verið opnuð glæný fæðingardeild, með einni bestu aðstöðu til fæðingarsprells. Besta fæðingarrúmið á Íslandi er þarna staðsett, hevlíti fín helgarbreydd auk þess sem boðið er uppá vænt fæðingarkar.....þar sem óléttar snótir geta slakað á í átökunum. auk þess sem þar er svíta nokkur vegleg sem ber nafnið Sigurðarsvíta, þar sem nýorðnum foreldrum er boðið uppá að vera fyrstu nóttina eftir fæðingu barns..... með krílið sér við hlið..... em sagt allt saman sérdeilis huggulegt..... við höfum fengið þau tíðindi frá ömmu að nú sé barnið að koma... veit ekki hvað hún hefur fyrir sér í því en ég er ekkert rosalega hrifinn af því að vera að fara að vinna í nótt með konuna alveg á steypinum heima...... vonandi .... verð ég til taks og snögur að bruna úr álverinu uppá Skaga......

Yfir og út

Gautur Pabbakall

þriðjudagur, júní 01, 2004

Spennan magnast

Jæja, þá er farið að styttast all verulega í fæðingu erfingjans. Pabbinn er orðinn vægast sagt hryllilega spenntur. Óþolinmæði er farin að gera vart við sig og tilfinningar sem helst minna á biðina eftir jólunum í bernsku brjótast fram. En nú eru bara 19 dagar í að kraftaverkið eigi að gerast. Vissulega er hugsanlegt að þetta bresti á fyrr. Allt er að verða klappað og klárt hér á Njálsgötunni, vantar nú bara litlu manneskjuna til að gera allt vitlaust.

Óneitanlega eru menn orðnir pínu taugaveiklaðir og stressaðir fyrir fæðinguna (Pabbinn þá einvörðungu), hef verið að lesa þá ágætu bók Upphafið til að undirbúa mig undir átökin, hvernig ég get gert eitthvað gagn, komst reyndar að því að það felst að miklu leiti í því að vera til staðar, ja ég er nú nokkuð seigur í að vera til staðar þannig að þetta ætti að verða í lagi. Annars get ég ekki beðið eftir þessu þetta verðu alveg hreint MAGNAÐ!

kv. Gautur

Online Casino
Neteller