fimmtudagur, júní 03, 2004

Blessuð sólin elskar allt allt með kossi vekur.....

Yndislegur dagur í Reykjavíkinni í dag.. sólin skein..reyndar smá rigning í Mosó en það er nátturulega uppí sveit.... við hjónin fórum í pílagrímsferð uppá Skaga til að kanna aðstæður fyrir fæðinguna. Ákveðið hefur verið að eiga pjakkinn á Skaganum, þar hefur nýverið verið opnuð glæný fæðingardeild, með einni bestu aðstöðu til fæðingarsprells. Besta fæðingarrúmið á Íslandi er þarna staðsett, hevlíti fín helgarbreydd auk þess sem boðið er uppá vænt fæðingarkar.....þar sem óléttar snótir geta slakað á í átökunum. auk þess sem þar er svíta nokkur vegleg sem ber nafnið Sigurðarsvíta, þar sem nýorðnum foreldrum er boðið uppá að vera fyrstu nóttina eftir fæðingu barns..... með krílið sér við hlið..... em sagt allt saman sérdeilis huggulegt..... við höfum fengið þau tíðindi frá ömmu að nú sé barnið að koma... veit ekki hvað hún hefur fyrir sér í því en ég er ekkert rosalega hrifinn af því að vera að fara að vinna í nótt með konuna alveg á steypinum heima...... vonandi .... verð ég til taks og snögur að bruna úr álverinu uppá Skaga......

Yfir og út

Gautur Pabbakall

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Online Casino
Neteller