miðvikudagur, apríl 26, 2006

Nyjar myndir


Sæl Öll

Jæja þá er ég búin að setja inn nýjar myndir undir Apríl 2006.

Ekkert nýtt svo sem að frétta af okkur, ég er bara á fullu í B.A ritgerðarsmíðum og Ugla byrjuð aftur á leikskólanum. Nú styttist í að við förum norður í góða veðrið. Við mæðgur treystum því að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir í sumar:)
Það nýjasta hjá Uglu er að syngja bara eins og hún fái borgað fyrir það og eru Gamli Nói og Allir krakkar í miklu uppáhaldi. Svo er hún mikið fyrir það núna að láta mann fara að sofa og breiða yfir mann eins og dúkkuna sína. Henni fer fram með hverjum deginum í tali og á ábyggilega eftir að fara enn meira fram þegar hún fer á leikskólann hjá ömmu sinni í sumar.

við verðum svo áfram duglegar að setja nýjar myndir inn

sumarkveðjur
Sandra og Ugla

föstudagur, apríl 21, 2006

Paskarnir og sumardagurinn fyrsti

Prinsessan er nú búin að hafa það einstaklega gott núna síðustu tvær vikur. Byrjaði á því að vera hjá ömmu og afa á Akureyri og fékk þar án efa lúxusmeðferð frá öllum. Svo kom hún heim laugardaginn fyrir páska vel búttuð eftir Akureyrardvölina og fór þá beint í heimsókn til afa og ömmu hérna í Reykjavík, sem eru nú dugleg að dekra við hana;) Við vorum þar eiginlega alla páskana í góðu atlæti, fengum páskaegg og gott að borða. Ugla fékk nú að smakka smá súkkulaði og get ég nú ekki sagt að hún hafi slegið hendinni á móti því. Enda hefur hún það svo sem ekki langt að sækja að þykja sætindin góð.
Henni hefur farið þrælmikið fram í tali og sáum við mikinn mun á henni eftir að hún kom að norðan, farin að syngja gamli nói og telja upp á tíu. Þannig að það er farið kjafta á henni hver tuska. Skil nú samt ekki hvaðan hún fær þessa ákveðni , hún er mikið í því að skipa bara fólki fyrir, maður á bara að sitja og standa eftir hennar höfði hehe....
Á sumardaginn fyrsta fórum við með Kötu í húsdýragarðinn og það fannst henni æðislegt þó svo að hún hafi nú verið hrædd við dýrin. Einu dýrin sem hún þorði að snerta voru dýrin sem eru minni en hún, s.s kötturinn og lömbin.
Ég var að setja inn myndir frá sumardeginum fyrsta, en páskamyndirnar koma vonandi í dag eða á morgun:)

Gleðilegt sumar

Sandra og co.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Komin aftur hingað

Jæja þá ætla ég að starta þessari síðu aftur, er ekki alveg að gúddera barnaland.
Langar líka að geta sagt frægðarsögur af dóttur minni sem eru nú að mínu mati margar og skemmtilegar;) Er að vinna í því að setja upp myndasvæði þar sem ég mun setja upp albúm.

Ætla líka að eins og ég segji að vera duglegri að setja hérna inn fréttir af þeirri stuttu;)
Online Casino
Neteller