Nyjar myndir
Sæl Öll
Jæja þá er ég búin að setja inn nýjar myndir undir Apríl 2006.
Ekkert nýtt svo sem að frétta af okkur, ég er bara á fullu í B.A ritgerðarsmíðum og Ugla byrjuð aftur á leikskólanum. Nú styttist í að við förum norður í góða veðrið. Við mæðgur treystum því að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir í sumar:)
Það nýjasta hjá Uglu er að syngja bara eins og hún fái borgað fyrir það og eru Gamli Nói og Allir krakkar í miklu uppáhaldi. Svo er hún mikið fyrir það núna að láta mann fara að sofa og breiða yfir mann eins og dúkkuna sína. Henni fer fram með hverjum deginum í tali og á ábyggilega eftir að fara enn meira fram þegar hún fer á leikskólann hjá ömmu sinni í sumar.
við verðum svo áfram duglegar að setja nýjar myndir inn
sumarkveðjur
Sandra og Ugla