þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Komnar i borgina


Þá erum við mæðgur komnar aftur í borgina eftir sumardvöl á Akureyri. Svolítið skrýtið að koma aftur. Mikil viðbrigði fyrir Ragnheiði Uglu að vera ekki með frændsystkini sín allar ömmurnar, afana, frændur og frænkur að snúast í kringum sig eins og hún var farin að venjast. En sú stutta var farin að sakna pabba síns mikið og ömmu og afa hér í Reykjavík og því mjög ánægð að sjá þau. Svo byrjuðum við í aðlögun í nýja leikskólanum núna í vikunni. Nýji leikskólinn heitir Ós og líst okkur öllum mjög vel á. Lítill og heimilslegur skóli, frábært starfsfólk og fullt af nýjum krökkum að leika við og tala nú ekki um að skólinn er mjög stutt frá þar sem við búum. Algjör lúxus sem sagt. Veturinn legst bara vel í okkur og það er alltaf gott að koma heim.
Setti inn nýjar myndir frá leikskólanum í sumar

Kv.
sandra og ugla
Online Casino
Neteller