fimmtudagur, júlí 22, 2004

Nýjar myndir

jæja þá eru komnar inn fleiri myndir frá því að við vorum á Akureyri .. Því miður eru ekki til neinar glænýjar myndir vegna myndavélaleysis á heimilinu en það á nú að fara að kippa því í lagin á morgun!!!
Þá verðum við dugleg að setja inn nýjar myndir og fréttir af prinsessunni.
Hún stækkar og stækkar orðin 5,5kg hún þyngist um hvorki meira né minna en hálft kíló á viku. Auk þess er hún farin að verða ótrúlega mikill karakter farinn að sýna heiminum mikinn áhuga og verður mannalegri með hverum deginum. Við erum alveg að drepast úr stolti yfir þessari gullfallegu skvísu sem er að halda uppi fjörinu á *Njálsgötunni.

kveðja
Gautur og Sandra

Fjölskyldan saman á Akureyri

Langamma og Didda frænka að dást að mér

Ömmu finnst ég fallegasta barn í heimi;)

Langamma og langafi á Akureyri

Sætar mæðgur...

Ég, mamma og langamma nafna mín:)

Ég og Brói frændi á Akureyri

fimmtudagur, júlí 15, 2004


Pabbinn verður líka að fá að prufa að keyra.. en það verður nú að segjast að vagninn virkar ekki jafnstór eins og hann gerir þegar mamman er að keyra hann!!!

Hér er við í fyrsta göngutúrnum í flotta vagninum aðeins 11 daga gömul.

hér er langamma að skoða mig..

Afa finnst ég svo sæt:)

ég og amma erum svo fínar saman

Pabba finnst svo gaman að spjalla við mig..

Við erum líka pínu líkar;)

Við erum nú pínu lík!!!

Voða fín með hárband;)

Hér er langamma á Akureyri með nöfnu sína

Prinsessan á bauninni:)

hér er amma á Akureyri með litlu prinsessuna sína

þriðjudagur, júlí 13, 2004


fín fjölskylda!!

Fleiri myndir í baði;)

Hér er hún alveg glæný bara nokkra mínutur síðan hún kom í heiminn þann 18.júní:) Posted by Hello

Hér er daman nýkomin úr baði hjá ömmu á Akureyri aðeins rétt tveggja vikna Posted by Hello

Komnar aftur í menninguna

Jæja þá erum við komin aftur úr sveitinni... Við mæðgurnar erum búnar að vera á Akureyri síðan 3.júlí og svo koma pabbinn til okkar fyrir helgi;) Við erum búnar að hafa það voða gott hjá ömmu og afa á Akureyri. Þar er að sjálfsögðu búið að vera bongóblíða sem var nú ágætt fyrir mig þar sem maður var orðin frekar fölur svona eftir átökin. Stúlkan fékk nafn daginn áður en við fórum norður og var hún nefnd Ragnheiður Ugla. Féll nafnið svona í misgóðan farveg en þetta heitir nú daman samt sem áður. Stórt nafn á litla dömu!
Enn er ég að reyna að vinna í því að setja hér inn myndir og ætla ég að reyna það áður en ég gef mig með það að opna síðu á barnaland.is (er ekki hrifin af því) þannig að ég ætla að fara að hella mér í tölvuvinnu, vonandi verða komnar inn myndir fyrr en seinna!

kveðja

Sandra
Online Casino
Neteller