föstudagur, maí 19, 2006

Nyjustu frettir

Þá erum við mæðgur komnar norður. Ragnheiður er byrjuð á leikskólanum, hún var í aðlögun þessa vikuna og gekk það roslega vel, enda er hún þrælvön að vera á leikskóla. Við erum svona rétt búnar að klára að taka upp úr töskum enda búið að vera mikið að gera hjá okkur. Við fjárfestum í stól fyrir Uglu á hjólið mitt og við mægður hjólum núna allar okkar ferðir. Ansi hressandi sérstaklega á morgnanna:) Er ekki búin að vera nógu dugleg að taka myndir en fer að vinna í því og skelli inn nýjum myndum fljótlega:)

kveðjur frá höfuðstað norðurlands


Sandra og Ugla

laugardagur, maí 06, 2006

Akureyri

Þá styttist í að við mæðgur skellum okkur norður fyrir heiðar til að dvelja yfir sumartímann. Ragnheiður Ugla fer á Kiðagil leikskólann hjá ömmu sinni og byrjar þar 15.maí og er ég alveg viss um að hún eigi eftir að fíla sig í botn þar. Fullt af nýjum krökkum að leika við og fullt af nýju að hlutum að sjá. Við fengum æðislega íbúð fyrir norðan með öllu þannig að það er allt klárt og veit ég að ættingjarnir fyrir norðan bíða spenntir eftir að sjá prinsessuna.
Nýjasta nýtt hjá henni að hjálpa til við heimilsverkin, hengja upp þvott, vaska upp og þurka af. . Fyndið að sjá hvað þetta er sterkt í stelpum.
Annars eru henni alltaf að fara fram í tali með hverri vikunni og alltaf að uppgötva nýja hluti.
Er að vinna í því að setja inn nýjar myndir af henni þær koma von bráðar

kv
Sandra
Online Casino
Neteller