þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Skírnin

Ákveðið var að skíra dömuna þó svo að það væri búið að nefna hana. Skírnin fór fram á Akureyri þann 31.júli. Svavar sóknarprestur í Akureyrarkirkju skírði og Sturla afi hélt á undir skírn. Svo ó lok athafnar söng Gunna Dís lagið Ást og Skúli Gauta spilaði undir á gítar.. mjög fallegt hjá þeim og þúsund kossar til þeirra fyrir þetta;) Eftir þessa fallegu athöfn lá svo leiðin upp í Oddeyragötu 17 til afa og ömmu þar sem veislan var haldin. Afi Kristján eldaði ljúfenga súpu handa gestunum og síðan var boðið upp á kökur sem að móðirin bakaði í eftirrétt. Við fengum alveg frábært veður þannig að hægt að var að sitja úti garði með veitingar og njóta blíðunnar ( ALLTAF gott veður á Akureyri) . Stúlkan fékk rosalega mikið af fallegum gjöfum það mætti halda að hún hefði verið að fermast. Dagurinn heppnaðist vel í alla staði góðir gestir, gott veður og góður matur .. gæti ekki verið betra;)

Kv. Sandra og Ragnheiður Ugla

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Online Casino
Neteller