þriðjudagur, mars 18, 2008

Hjólatúr og fjöruferð

síðastliðna helgi tók fjölskyldan forskot á sæluna með hjólreiðaferð eftir ægisíðunni og einhverju fjörusprikli. Þar sem Uglan fór hamförum í að fleyta kellingar og í þaratínslu.


mánudagur, febrúar 11, 2008

öskudagur og fleira

Þyrnirós á leið í leikskólann á öskudaginn


Flottar frænkur


Nokkrar eldri myndir

Ákvað sökum bloggleysis að setja hérna inn nokkrar eldri myndir;)

















laugardagur, febrúar 02, 2008

Endurlífgun

Jæja þá er komin tími til að standa sig í að birta myndir af barninu á veraldarvefnum. Nú ætla ég að fara taka mig á og vera duglegri.
Ragnheiður Ugla er að æfa ballet og er voðalega ánægð með það , finnst vera toppurinn að fara í balletbúninginn.
Svo styttist í öskudaginn og er mín alveg ákveðin í því að vera þyrnirós, ég skil ekki hvaðan hún hefur það að vera svona rosalega mikil stelpa, allt bleikt og allt prinsessu.



þriðjudagur, apríl 17, 2007

Paskar a Akureyri


Prinsessan fór norður um páskana og var þar eins og prinsessan á bauninni hjá afa, ömmu, kristu og matthíasi. Hún var nú samt voða glöð að koma aftur heim til pabba og mömmu:)
Setti inn nokkrar myndir ;)

kv
sandra

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Oskudagurinn og fleira


Jæja þá er öskudagurinn liðinn og Ragnheiður ekkert smá ánægð með búninginn sinn eins og sést, enda var hún langflottasti kötturinn. Annars lítið nýtt í fréttum , allt gengur bara ljómandi vel. Fórum í foreldraviðtal fyrr ímánuðnum á leikskólanum og auðvitað eigum við fullkomið barn í alla staði hehe..
Skellti inn nokkrum nyjum myndum frá jan og feb
Enn þangað til næst

kv
sandra, gautur og ragnheiður ugla

mánudagur, janúar 15, 2007

Betra seint en aldrei...


Jæja þá vil ég byrja á því að óska öllum gleðilegra jóla og nýs árs..
Hér set ég jólamyndina af Uglu sem átti að fara á jólakortin, enn sökum anna þá varð nú ekki mikð af jólakortasendinum.
Mér bárust kvartanir milli jól og ný árs um hversu léleg ég væri að setja inn nýjar myndir og blogga hérna um prinsessuna og heiti ég því á nýju ári að verra duglegri ;)

jóla og nýárskveðjur
Sandra og Ugla

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Dagur rauða nefsins 1. des



Jæja þá styttist í hátíðirna og hvet ég alla að leggja sitt af mörkunum til þeirra sem minna mega sín, eins og sést þá er Ugla búin að kaupa sér rautt nef til styrktar barnahjálp sameinuðu þjóðanna:)

Vorum að skella inn nokkrum nýjum myndum

Sandra og Ugla
Online Casino
Neteller