þriðjudagur, júlí 13, 2004

Komnar aftur í menninguna

Jæja þá erum við komin aftur úr sveitinni... Við mæðgurnar erum búnar að vera á Akureyri síðan 3.júlí og svo koma pabbinn til okkar fyrir helgi;) Við erum búnar að hafa það voða gott hjá ömmu og afa á Akureyri. Þar er að sjálfsögðu búið að vera bongóblíða sem var nú ágætt fyrir mig þar sem maður var orðin frekar fölur svona eftir átökin. Stúlkan fékk nafn daginn áður en við fórum norður og var hún nefnd Ragnheiður Ugla. Féll nafnið svona í misgóðan farveg en þetta heitir nú daman samt sem áður. Stórt nafn á litla dömu!
Enn er ég að reyna að vinna í því að setja hér inn myndir og ætla ég að reyna það áður en ég gef mig með það að opna síðu á barnaland.is (er ekki hrifin af því) þannig að ég ætla að fara að hella mér í tölvuvinnu, vonandi verða komnar inn myndir fyrr en seinna!

kveðja

Sandra

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Online Casino
Neteller