þriðjudagur, júní 01, 2004

Spennan magnast

Jæja, þá er farið að styttast all verulega í fæðingu erfingjans. Pabbinn er orðinn vægast sagt hryllilega spenntur. Óþolinmæði er farin að gera vart við sig og tilfinningar sem helst minna á biðina eftir jólunum í bernsku brjótast fram. En nú eru bara 19 dagar í að kraftaverkið eigi að gerast. Vissulega er hugsanlegt að þetta bresti á fyrr. Allt er að verða klappað og klárt hér á Njálsgötunni, vantar nú bara litlu manneskjuna til að gera allt vitlaust.

Óneitanlega eru menn orðnir pínu taugaveiklaðir og stressaðir fyrir fæðinguna (Pabbinn þá einvörðungu), hef verið að lesa þá ágætu bók Upphafið til að undirbúa mig undir átökin, hvernig ég get gert eitthvað gagn, komst reyndar að því að það felst að miklu leiti í því að vera til staðar, ja ég er nú nokkuð seigur í að vera til staðar þannig að þetta ætti að verða í lagi. Annars get ég ekki beðið eftir þessu þetta verðu alveg hreint MAGNAÐ!

kv. Gautur

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Comparable day time payments financial loans can be a form of cash advances
given to get a four week period stage inside sudden events.
Many don’t will need the evidence of situations’ unexpected, regulations needed surety, credit profile nor other things.

Chances are you'll strategy a secondary, a few very important purchase or maybe handle your enterprise purchases – Exact working day payment financial loans will assist you in a incidents. At present all these fiscal loans can be obtained via the internet.

my site; pożyczki bez bik

7:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Online Casino
Neteller