þriðjudagur, júní 08, 2004

12 DAGAR!!!

Jæja þá styttist í daginn...Fólk er farið að hringja óþreyjufullt og spurja hvort að ekki sé kominn nýr meðlimur í fjölskylduna á Njálsgötu 48... Það virðast allir hafa trú á því að barnið komi í heiminn fyrir tíma.. Þá yrði það nú týpískt að maður mundi ganga fram yfir tímann..
Við erum nú eitthvað að reyna að settlast á nafn en það gengur nú svona upp og ofan þar sem við hjónin erum nú ekki alveg alltaf sammála.. En það hlýtur að koma á endanum..
Amman er komin suður og komin í startholurnar kom með sóthreinsaðar og vakúmpakkaðar samfellur... og er það orðið nokkuð ljóst að þennan krakka á ekki eftir að vanta spjarirnar utan á sig .. það verður bara farið einu sinni í hverja flík ef að við eigum að geta brúkað þær allar..

jæja þá er að skella sér í prjónabúð til að hafa eitthvað að gera meðan beðið er eftir prinsinum/prinsessunni;)

sandra

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Online Casino
Neteller